Herbergin sem hafa sameiginleg baðherbergi bera þess merki að húsið er frá miðri síðustu öld, þau eru lítil, einföld en hugguleg með góðum rúmum.

Herbergin sem hafa sérbaðherbergi eru nýuppgerð og mæta fleiri nútímaþörfum eins og aðgengi fyrir fatlaða og meira rými.

Þráðlausa nettenginu er að finna inn á herbergjum, í veitingasal og setustofu.

Gestir geta hitað sér kaffi og te í setustofu.